Helgi Garðarsson
 

Helgi Garðarsson er látinn 72 ára að aldri.

Helgi var fæddur á Eskifirði 10.nóvember 1938 og lést þann 20.janúar 2011.
Helgi var rafvirki og starfaði við það um áratuga skeið og rak búðina Rafvirkjann samhliða því.  Ljósmyndun átti hug hans allan og rötuðu margar myndir hans á síður Morgunblaðsins í mörg ár.

Helga var mikið kappsmál að varðveita og skrá gamlar myndir – sérstaklega frá Eskifirði.  Setti hann upp þessa síðu til að miðla áfram til almennings sögu samfélagsins í gegnum tíðina. Einnig er fjöldinn allur af myndum eftir Helga sjálfan sem hann tók af fólki hér í bæ við leik og störf.
   
Starf Helga mun ekki gleymast og verður þessarri síðu haldið opinni til að heiðra minningu hans og Eskfirðingar sem og aðrir geti enn flett sögunni upp sér til gamans og fróðleiks.

Helgi var Eskfirðingur í húð og hár og firðinum sínum unni hann öllum stöðum fremur. Minning um góðan dreng lifir áfram.

Áfram á myndasafnið